Sími: 511-2555 | Hafa samband

Við leggjum áherslu á að fræða viðskiptavini okkar um það sem við erum að gera og hverjum fólk einnig til að kynna sér þann búnað og þau kerfi sem við erum að setja upp hverju sinni.


fraedsla3 (16K)

Ljósarofar

Á hverjum degi notum við ljósarofa til að slökkva og kveikja ljósin. Oft þarf að þreifa um í myrkri til að fynna rofan og er því nauðsynlegt að hann sé heill og óbrotinn til að forðast rafstuð. Rofar slitna með tímanum og sambandsleysi í þeim getur verið óþægilegt og varhugavert. Nauðsynlegt er að fá löggiltan rafverktaka til að yfirfara rofa ef þeir hitna mikið eða sambandsleysis verður vart.


Lekastraumsrofinn

Eitt helsta öryggistæki rafkerfissins er lekastraumsrofinn. Ef útleiðsla verður á raflögn, t.d vegna bilunar í jarðtengdu tæki, á rofinn að slá út og rjúfa allan straum. Lekastraumsrofi kemur ekki að notum nema raflögnin sé jarðtengd og kanna þarf reglulega hvort hann virki með því að ýta á prófhnappinn.


Rafmagnstaflan

Rafmagnstaflan er hjarta rafkerfisinsí hverju húsi. Um hana fer allt rafmagn sem notað er á heimilinu. Öryggin í henni eiga að varna því að of mikið álag skapist eða að skammhlaup valdi tjóni. Í eldri töflum er bræðivör sem þarf að skipta út þegar þau springa en í nýrri töflum eru varrofar sem slá út við bilun eða við of mikið álag. Gamlar og illa farnar rafmagnstöflur geta verið hættulegar, sérstaklega ef þær eru úr tré eða staðsettar inni í skápum þar sem nóg er um eldsmat. Í slíkum tilfellum er brýnt að láta löggiltan rafverktaka kanna ástand rafmagnstaflna og gera úrbætur áður en skaðinn er skeður. Bennt skal á að í öllum rafmagnstöflum er mikilvægt að hafa skýrar og læsilegar merkingar sem sýna meðal annars hvaða öryggi og hversu sterk eru fyrir hvern húshluta.


Gamlar raflagnir

Fram undir 1950 voru flestar rafmagnsleiðslur sem lagðar voru í hús hér á landi með gúmmí eða tjöru einangrun. Ekki er gert ráð fyrir að slík einangrun endist mikið lengur en 25 ár því að hún kolast með tímanum og hættir að einangra. Afleiðingin er því skammhlaup með neista flugi sem getur kveikt í. Yfirleitt koma skemmdir fyrst í ljós í tengidósum eða á öðrum tengistöðum. Ef þið hafið grun um að raflögnin hjá ykkur sé frá þeim tíma þegar enn var notuð gúmmí og tjöru einangrun er rétt að gera ráðstafanir til að endurnýja rafkerfið.


Hættulegasta tæki heimilisins - Vissir þú að...

  • Eldavélin er algengasta ástæða bruna vegna heimilistækja. Sjöundi hver eldsvoði á heimili er vegna eldavéla og hátt í helminur allra rafmagnsbruna.
  • Eldavélabrunar eru óþarfir. Þeir verða oftast vegna gleymsku eða aðgæslusleysis.

Á hverju ári verður fjöldi heimila fyrir alvarlegu tjóni vegna eldsvoða. Í skýrslu Löggildingarstofu um bruna og slys vegna rafmagns er að finna tölfræðilegar upplýsingar um bruna.


Hvað getur þú gert?

Draga má stórlega úr hættu á eldavélabrunum með því að:

  1. Fara aldrei frá heitri hellu - það getur t.d. kviknað í meðan talað er í síma
  2. Halda hreinu - feiti sem ekki er þrifin af eldavél eða viftu getur valdið eldsvoða
  3. Sýna varúð við djúpsteikingu - olían brennur ef hún ofhitnar. Hafa mátulega mikið í pottinum. Ef olían byrjar að rjúka er hún of heit, takið þá pottinn strax af hellunni.
  4. Muna að eldhúsið er ekki leikvöllur - börn geta kveikt á eldavélum
  5. Reyna aðeins að slökkva viðráðanlegan eld - nota pottlokið eða brunateppi og alls ekki vatn. Aldrei snerta pottinn sjálfan, hann brennir
  6. Hafa reykskynjara með rafhlöðum í lagi - það getur bjargað miklu, jafnvel lífi.
  7. Bregðast rétt við ef eldur logar - loka hurðum, forða sér og hringja í 112.